Gildistími líkamsræktarkorta lagfærist vegna Covid lokunnar.

24. maí - 2020
Kæru viðskiptavinir tilkynning vegna líkamsræktarkorta
Við munum bæta við þeim dögum aftan á gildistíma þeirra korta sem voru í gildi þegar við þurftum að loka þann 24.mars s.l vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun í ræktargallanum :)
 
Aðalinngangur hússins snýr að skólanum vegna framkvæmda hér að framan :)

Nú standa yfir framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Garði. Unnið er að byggingu nýrra sturtu-og búningssklefa fyrir fólk með sérþarfir, sem af ýmsum ástæðum getur ekki deilt þeirri aðstöðu með öðrum. Framkvæmdinni fylgir líka breyting á anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.

Meðfylgjandi myndir sýna stöðu framkvæmdarinnar í byrjun vikunnar. VF-myndir: Hilmar Bragi