Um okkur

Íþróttamiðstöðin í Garði var formlega tekin í notkun 16.okt 1993. Kostaði upphafið um 160 milljónir króna byggingin var þá 1984 m2. Efri hæð þjónustubyggingu byggð 500m2 og tekin í notkun febrúar 2015. Byggingin er alls 2484.m2 .

Íþróttasalur er 1152.m2. með löglegum völlum og búnaði fyrir allar allmennar íþróttagreinar, sundlaug er 25 x 8 metrar og er lögleg keppnislaug, tveir heitir pottar, vaðlaug, gufubað og góð rennibraut auk mjög góðrar aðstöðu til sólbaða. Fjórir búningsklefar eru í húsinu.

Á neðstu hæð þjónustuhússins eru tveir ljósabekkir báðir Ergoline bekkir einnig er þar laust nuddherbergi og salur fyrir jóga, spinning eða íþróttir sem þolir lága lofthæð.

Á efstu hæðinni er þrek og líkamsræktarsalur með fullkomnum tækjum til heilsuræktar. Íþróttahúsið rekur sína eigin hópatíma.

Tjaldstæði fyrir húsbíla og tengivagna
Fyrir utan sundlaugina hefur verið opnað tjaldstæði fyrir húsbíla og tengivagna, aðeins er innheimt fyrir rafmagnsnotkun fyrst um sinn þar sem ekki er komið þjónustuhús á svæðið en WC aðstaða er í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma.

Stöðugildi eru 7

Árlega komu gesta er u.þ.b. 77.000 gestir. Í sundlaug komu 23.000, Þrek 24.500, ljós 2.500 og íþróttasal 26.979

Orkunotkun: 41.000 tonn af heitu vatni