Líkamsræktarsalir
Líkamsræktarsalur kjallara
Í kjallaranum er íþróttasalur, útbúinn fyrir spinning, jóga og aðrar íþróttir sem þola lága lofthæð.
Þrek- og líkamsræktarsalur
Á efstu hæðinni er þrek og líkamsræktarsalur með fullkomnum tækjum til heilsuræktar öll frá technogym og keypt ný árið 2015. Þreksalurinn hefur að bjóða upp á glæsilegt útsýni yfir Útskálakirkju, Garðskagann, kambinn og Snæfellsjökulinn.
Athugið. Ekki er hægt að frysta kort nema um langvarandi veikindi eða alvarlegt líkamlegt ástand sé að ræða.
Noted that gym memberships cannot be frozen except due to long term illness or severe medical condition.
Aldurstakmark
Unglingar í 8.bekk í Suðurnesjabæ má koma eftir áramót það ár sem þau fermast. Ungingar í 8.bekk mega mæta í hópatíma á morgnana ef þau eiga kort eða eru á námskeiði hjá okkur og mega vera til kl 17:00 á daginn, lengur með fylgd foreldra.
Unglingar í 9. og 10. bekk mega mæta allan daginn og fara í hópatímana ef þau eiga þrekkort eða eru á námskeiði hjá okkur.
Aðrir unglingar sem hafa heimild til að koma í ræktina þurfa að vera í 9.bekk og með undirskrifað leyfi foreldra.
Opnir hópatímar í líkamsræktar- og spinningsal
Íþróttamiðstöðin Garði rekur sína eigin hópatíma með frábæra þjálfara.
Innifalið í öllum þrekkortum er aðgangur í opnu hópatímana.
Upplýsingar um opna hópatíma: https://www.facebook.com/groups/1583101568575492/?epa=SEARCH_BOX