Samkomubann íþróttamiðstöðvana í Suðurnesjabæ

16. mars - 2020
Starfsemi íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar verður með eftirfarandi hætti á meðan samkomubann er í gildi.

Opnunartími íþróttamiðstöðvana er óbreyttur en fjöldatakmarkanir verða með eftirfarandi hætti:

 

Sundlaug:

Hámarksfjöldi í sundlaug 14 manns í einu, hver aðili fær að vera í 1 klst. í senn. Gæta skal þess að virða þarf fjarlægðarmörk á sundlaugarsvæði 2 metrar á milli manna, sérstaklega þó í pottum og vaðlaug. Börn í 8. bekk og yngri hafa aðgang til kl 17:00 eftir það í fylgd með forráðamanni.

 

Hóptímar

Hámarksfjöldi í hópatímasal er 10 manns virða þarf fjarlægðarmörk í hópatímum 2 metrar á milli manna, virða þarf tilmæli um þrif.

Jógasalur hámark 5 manns, virða þarf tilmæli um þrif.

 

Lyftingarsalur

Hámarksfjöldi í lyftingasal er 8 manns í Garðinum og 5 manns í Sandgerði virða þarf fjarlægðarmörk í lyftingasal 2 metrar á milli manna. Hver og einn sér um að þrífa tæki og tól eftir notkun virða þarf þau tilmæli. Hver aðili fær að vera í 1 klst. í senn. Athugið að aðeins er annað hvert upphitunartæki í gangi á meðan samkomubann er í gildi.

Athugið þeir sem sækja líkamsrækt hafa ekki aðgang að búningsklefum.

Þeir sem sækjast eftir því að fá að fara í sundlaug eftir rækt þurfa að skrá sig með sérstöku leyfi sundlaugavarðar eftir líkamsrækt.

 

Íþróttasalur

Íþróttasalur hámarskfjöldi á æfingum meðtaldir áhorfendur 20 manns í Garði og 15 manns í Sandgerði. Iðkendur hafa ekki aðgang að búningsklefum.

 

Lokanir

Ljósabekkir, gufubað og kaldir pottar verða lokaðir á meðan samkomubann er í gildi. Athugið þeir sem sækja líkamsrækt hafa ekki aðgang að búningsklefum.