Skráning á viðburði/námskeið í Íþróttamiðstöðinni.

11. maí - 2018
Skráning í sundnámskeið barna, vatnsleikfimi, Kvennahlaup ÍSÍ og Kraftlyftingamótsins er Íþróttamiðstöðinni Garði s.422-7300


Sundnámskeið barna 11.júní – 22.júní
Kl 10:00 – 10:40 og 11:00 – 11:40 fyrir árganga 11,12 og 13. Kennari Guðríður Brynjarsdóttir þátttökugjald 4.500 kr greiða þarf við skráningu. 50% systkynaafsláttur.
Vatnsleikfimi fyrir alla
Verður á sömu dögum kl 12:00 – 12:50 gjaldfrjálst verður í vatnsleikfimina gegn framvísun sundkorts, æskilegt að fólk skrái sig í íþróttamiðstöð eða mæti bara á ofangreindum tíma.

Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 2.júní kl 11:00 að þessu sinni verður boðið uppá fjórar vegalengdir. 10 km, 5km, 3,5 km og 2 km. Að sjálfsögðu eru karlar velkomnir í hlaupið.

Kraftlyftingarmót
Verður laugardaginn 2.júní kl 12:00. Bekkpressa, Réttstöðulyfta og Hnébeygju keppni. Fyrir þá sem hafa aðgang í þrek í íþróttamiðstöðinni Garði og Sandgerði.
Vigtuð stig í dómgæslu.
Í umsjá Arnars Jónssonar og Karl H. Eysteinssonar