Þrek fyrir 67 ára og eldri í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis

24. september - 2018
Í tilefni 25 ára afmælis Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði ætlar Íþróttamiðstöðin að bjóða uppá líkamsrækt 2x í viku frá 3.október til 21.desember á eftirfarandi dögum kl 10:00 til 11:00:

Október: 3.4.9.12.17.18.23.26.31

Nóvember: 1.6.9.14.15.20.23.28.29

Desember: 4.7.12.13.18.21

Líkamsrækt eldra fólks hefur verið að aukast og verða sýnilegri undanfarin ár, aðallega hjá fólki sem er nýkomið á eftirlaun. Með markvissri, stigvaxandi þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er. Gott er að blanda saman þolþjálfun og styrktarþjálfun, æskilegt er að þjálfa sig 2 – 4 sinnum í viku. Það er aldrei of seint að byrja.

Dæmi um ávinning af líkamsþjálfun aldraðra eru til dæmis:

  • Aukinn Vöðvastyrkur
  • Betra jafnvægi og þar af leiðandi minni byltuhætta
  • Aukið úthald við dagleg störf og tómstundir
  • Aukinn liðleiki
  • Hægir á beinþynningu
  • Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis
  • Betri andleg líðan

Með líkamsþjálfun má bæta almenna færni og sjálfsbjargargetu fólks.  Það eykur sjálfstæði og sjálfstraust, dregur úr líkum á þunglyndi og gerir öldruðum kleift að búa lengur heima.

Þjálfari: Þuríður Þorkelsdóttir ÍAK einkaþjálfari ( Þurý)

Viðtal við hjónin Drífu Björnsdóttur og Ingimund Þ Guðnason:

  • Hvað hafið þið hjón stundað líkamsrækt lengi ?
    • Alltaf stundað einhverja hreyfingu en núna s.l þrjú ár verið formlega í líkamsrækt tvisvar til þrisvar í viku.
  • Hvaða áhrif hefur líkamsrækt á ykkar daglega líf ?
    • Höldum kjörþyngd og líður vel.
  • Mælið þið með því að eldri borgarar stundi líkamsrækt ?
    • Já ekki spurning.
  • Hverjir eru kostir þess að stunda líkamsrækt ?
    • Maður heldur sér lengur í formi og ekki má gleyma félagsskapnum.
  • Hvernig finnst ykkur aðstaða til líkamsræktar vera í íþróttamiðstöðinni Garði ?
    • Mjög góð, til fyrirmyndar.