Íþróttamiðstöðin í Sandgerði býður alla hjartanlega velkomna!

Sandgerðislaug er róleg og notaleg sundlaug. Í boði eru tveir heitir pottar, kaldur pottur (ísbað) og vaðlaug sem er fullkomin til afslöppunar að ógleymdri rennibrautarlauginni. Huggulegt gufubað er við laugina og nóg er af sólbekkjum við sundlaugarbakka.
  • 20. september- 2023

   Heilsuvika í Suðurnesjabæ

   Heilsuvika 25. - 30. september. Íþróttamiðstöðvarnar í Suðurnesjabæ verða með ýmsar afþreyfigar í húsi fyrir börn og fullorðna.

  • 5. júní- 2023

   Verkfall

   Íþróttamiðstöðin í Sandgerði verður opin með skertri þjónustu (sjá töflu hér að neðan), ekki er hægt að halda sundlauginni opinni en aðeins verður opið í líkamsrækt. Búningsklefar og sturtur verða ekki opnar á meðan verkfallsaðgerðir BSRB standa yfir.

  • 17. maí- 2023

   Sundnámskeið barna 12. júní - 27. júní

   Sundnámskeið barna fædd 2017. 12. Júní – 27. Júní, Kl: 09:00–09:40 og 10:00–10:40