Íþróttamiðstöðin í Sandgerði býður alla hjartanlega velkomna!
Sandgerðislaug er róleg og notaleg sundlaug.
Í boði eru tveir heitir pottar, kaldur pottur (ísbað) og vaðlaug sem er fullkomin til afslöppunar að ógleymdri rennibrautarlauginni.
Huggulegt gufubað er við laugina og nóg er af sólbekkjum við sundlaugarbakka.