Um okkur

Íþróttamiðstöðin í Sandgerði var formlega tekin í notkun ?????? . Byggingin er alls .m2.

Í ágúst 2008 voru tímamót í sögu Sandgerðis, þegar 25 metra sundlaug var vígð ásamt rennibrautunum þeim Hrolli (Græna) höfundur; Árni Sigurpálsson  og Bunu (Appelsínugula) höfundur; Kristján Helgi Jóhannsson.

Sandgerðislaug er róleg og notaleg sundlaug.

Í boði eru tveir heitir pottar, kaldur pottur (ísbað) og vaðlaug sem er fullkomin til afslöppunar að ógleymdri rennibrautarlauginni.

Huggulegt gufubað er við laugina og nóg er af sólbekkjum við sundlaugarbakkann fyrir þá sem vilja baða sig í sólinni frá Sandgerði.

Líkamsræktarstöð er í húsinu .

Sandgerðislaug: 25m lengd og 12.5m á breidd, dýpi í grynnri enda er 0.90m og 1.80m í dýpri enda. Hitastig er 29°

Nuddpottur: hitastig er 38-40°             Heitur pottur: hitastig er 40-42°

Vaðlaug: hitastig er 35-38°                Kaldur pottur / ísbað: hitastig 4-7°

Rennibrautarlaug: hitastig er 31-33°     Gufubað: hitastig er 45c°

Stöðugildi eru 7.65

Árlega komu gesta u.þ.b  75.000 manns.

Orkunotkun:  85.000 m3 , neysluvatn 3500m3