Íþróttahús

Íþróttasalur er c.a 600.m2. Gólfið er c.a 34 x 17.85 Sex búningsklefar eru í húsinu fjórir klefar fyrir íþróttasal eingöngu.

Íþróttamiðstöðin í Sandgerði býður upp á íþróttasal með löglegum körfuboltavelli og búnaði fyrir allar almennar íþróttagreinar. Rafdrifnar körfur eru í lofti og mörk fyrir handbolta.

Áhorfendastúka með góða yfirsýn yfir íþróttasalinn. Salurinn hentar vel fyrir stóra viðburði, aðstaða fyrir barnaafmæli, sýningar, ráðstefnur og  árshátíðir. Salurinn er tekur um 350 - 400 manns í sæti. 

 

Reglur fyrir notendur íþróttasal

Kæru Þjálfarar, kennarar, foreldrar og forráðamenn í einkatímum. Að gefnum tilefnum viljum við benda á atriði sem meiga fara betur.

  • Vinsamlega passið að börn séu ekki að leik í áhaldageymslu, slíkt getur verið stór hættulegt.
  • Vinsamlega bindið ekki hnúta á kaðla, því það skemmir þá.
  • Vinsamlega farið ekki með matvæli, gos og svala inn í íþróttasal.
  • Notkun á útiskóm og skóm sem lita gólfið er ekki leyfð í íþróttasal. Gervigrasskór sem eru notaðir á slíkum inni völlum bera mikið af gúmíkúlum sem lita gólfið , bannað er að nota slíka skó nema að þeir hafi verið sérstaklega vel þrifnir áður.
  • Notkun á Trampólíni er stranglega bönnuð nema í íþróttatímum og í sérstöku leyfi sem gefið er af starfsmanni.
  • Bannað að vera með krap og candy floss í húsinu (afmæli).
  • Athugið að ganga frá áhaldageymslunni eins og myndir sína í áhaldageymslunni. Allt dót á sér stað og á að fara á þann stað eftir notkun. Sýna tillitsemi.

Til þeirra sem stunda æfingar í íþróttasal sem ætlaðar eru fyrir fullorðna

  • Eindregin tilmæli til þeirra sem hlut eiga að máli, að börn verði ekki með í slíka tíma, þar sem það getur valdið alvarlegum slysum.

 

Þökkum tillitsemina

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar